14.4.2008 | 14:20
Jaz Coleman og Sinfónískir Rolling Stones
Jaz Colemaner ekki við eina fjölina felldur í músíkinni og er afkastamikið klassískt tónskáld ásamt því að halda úti hinni goðsagnakenndu hljómsveit Killing Joke, en þeir eru nú í stúdíói á Spáni sem er í eigu bassaleikarans Youth að taka upp nýja plötu, upphaflegi trommuleikarinn Big Paul Ferguson er genginn til liðs við sveitina aftur eftir langa fjarveru, eða síðan 1987, en hann var rekinn á meðan gerð Outside The Gate stóð, en samkomulagið hjá honum og Jaz var orðið verulega slæmt þá og hafði verið um nokkurn tíma. Ferguson lýsti því síðar sem miklu áfalli þegar honum og Raven, þáverandi bassaleikara var meinaður aðgangur að stúdíóinu og sessionspilarar teknir við á bassa og trommur. En nú virðast menn vera búnir að gróa sára sinna og það verður spennandi að heyra hvernig nýja platan hljómar með uppahaflega liðskipan, en Ferguson er að mínu mati frábær trommuleikari með sérstakan stíl sem hentar Killing Joke fullkomlega, minnir oft á Sigtrygg Baldursson með Þeysurunum.
Heimildarmyndin fyrir neðan fjallar um samstarf Jaz og tveggja annara tónskálda og Sinfóníhljómsveitar Lundúna og tök þeirra á nokkrum laga Rolling Stones. Jaz hefur gert samskonar plötur með verkum The Doors (með Nigel Kennedy á fiðlu sem túlkar rödd Morrison), Led Zeppelin, Pink Floyd of The Who sem hafa fengið glimrandi dóma, sérstaklega Led Zeppelin og The Doors plöturnar.
SYMPHONIC ROLLING STONES
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.